Golfmót Samiðnar – úrslit

Sjá úrslit mótsins.

———–

Hið árlega golfmót aðildarfélaga Samiðnar verður haldið á Hlíðarvelli Mosfellsbæ föstudaginn 10. júní. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Einnig er velkomið að taka með sér gesti.
Mæting er í síðasta lagi kl. 15:30 og ræst út kl. 16:00 á öllum teigum í einu.

Mótið er einnig innanfélagsmót Byggiðnar og FIT 
Keppt er um sérstök verðlaun fyrir besta árangur félagsmanns án forgjafar

Vallargjald
Vallargjald 4500 kr. innifalið er matarmikil súpa að hætti hússins

Verðlaun
Keppt verður um góð verðlaun bæði með og án forgjafar, dregið verður úr skorkortum og að auki verða veitt ein gestaverðlaun.

Skráning
Skráning er hér eða í síma 5356000 og þarf að gefa upp forgjöf og stéttarfélag.

Síðasti dagur til að skrá sig er 8. júní.

Tryggjum góða þátttöku
Við þurfum að tryggja góða þátttöku og heitum á alla sem hafa verðið virkir þátttakendur að mæta og taka með sér einn vinnufélaga.  Þannig gerum við skemmtilegt mót enn skemmtilegra.

Látum það berast að skemmtilegasta mót ársins verður 10. júní