Sameinaði og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóði

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður. Góð stemning var á báðum fundum og var sameiningin samþykkt með dynjandi lófataki. Það telst til tíðinda að svo stórir lífeyrissjóðir sameinist og sameinaðir verða þeir fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna með yfir 18000 virka sjóðfélaga og hreina eign upp á um 310 milljarða króna.

Sjá nánar.