Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöll. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa.
Samhliða Íslandsmótinu verður kynning á framhaldsskólum landsins og námsframboði þeirra.
Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þau voru stofnuð árið 2010 og hafa síðan þá haldið Íslandsmót árin 2010, 2012 og 2014. Á þessum mótum hafa um 150 keppendur tekið þátt í um 20 iðngreinum.
Á síðasta Íslandsmót komu vel á 8 þúsund nemendur í 8. – 10. bekkjum grunnskóla og kynntu sér iðngreinar, hvar hægt er að læra þær og fengu fræðslu um vinnubrögð og þá möguleika sem menntun í þessum greinum innifelur. Í ár mun svipaður fjöldi grunnskólanema alls staðar af landinu koma í Höllina.
Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir áhorfendur sem hér segir:
Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14
Laugardagurinn verður fjölskyldudagur, fræðsla og fjör
Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir!