Iðnfélögin í sameiginlegt húsnæði

Samiðn ásamt Byggiðn og Félagi iðn- og tæknigreina undirrituðu í morgun samning um kaup á hlut Birtu lífeyrissjóðs í Stórhöfða 31 þar sem Rafiðnaðarsambandið, Matvís og Grafía eru til húsa.  Með kaupunum sameinast undir einu þaki sex félög og sambönd iðnaðarmanna sem mun styrkja þau og efla til frekari þjónustu við sína félagsmenn.  
Gert er ráð fyrir að um ár taki að gera hið nýja húsnæði klárt og er stefnt að flutningum haustið 2018.