Jólastyrkurinn til endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi

Samiðn ásamt Byggiðn og FIT ákváðu að veita Styrkar- og sjúkrasjóði verslunarmanna í Reykjavík jólastyrkinn að þessu sinni, en sjóðurinn stendur fyrir fjársöfnun til endurnýjunar á tækjakosti endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi í tilefni 150 ára afmælis Styrktar- og sjúkrasjóðsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson formann Samiðnar og FIT, og formann Byggiðnar Finnbjörn A. Hermannsson, afhenta forsvarsmönnum sjóðsins styrkinn.