Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og velferðarráðherra ávarpar sambandsstjórnarfund Samiðnar sem haldinn verður á morgun föstudaginn 12. janúar og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun taka stöðuna á kjarasamningunum og hvort stefni í uppsögn þeirra. Erindi flytur síðan Stefán Ólafsson prófessor og fjallar um nýútkomna bók sína um orsakir aukins ójöfnuðar hér á landi og hvernig best sé að bregðast við.
Sambandsstjórnarfundinn sækja um 30 fulltrúar aðildarfélaga Samiðnar af landinu öllu en fundurinn er haldinn í húsnæði sambandsins að Borgartúni 30 og stendur frá kl. 10:30 til 16.