Kjarasamningar halda út árið

Á miklum baráttufundi formanna aðildarfélaga ASÍ í dag var ákveðið að segja ekki upp kjarasamningum og halda þeir því gildi sínu fram til næstu áramóta. Miklar og heitar  umræður voru á fundinum og mikill hugur í fólki að berjast fyrir auknu réttlæti.  Ef draga á ályktun af umræðunni er ljóst að framundan eru miklir umbreytingartímar.

Laun á almennum vinnumarkaði hækka því um 3% þann 1. maí nk.