Nú liggur fyrir niðurstaða hvernig laun opinbera markaðarins hafa þróast í samanburði við laun á almennum markaði fyrir árið 2017. Samkvæmt ramma samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verð bætt það launaskrið sem verður á almennum vinnumarkaði umfram það sem kann að verða á opinberum markaði.
Launatafla Reykjavíkurborgar hækkar afturvirkt um 1,4% frá 1. janúar 2018. Sambærileg hækkun gildir einnig fyrir félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum.
Launatafla hjá ríkinu hækkar frá sama tíma um 0.5% en það er í annað sinn sem sem niðurstöður í samræmi við rammasamkomulagið leiða til launahækkunar hjá þeim sem starfa hjá ríkinu. Launataflan hækkaði afturvirkt frá 1. Janúar 2017 um 1,8%.
Auk þessa hækka launatöflur 1. júní n.k. um 3%