Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar hætti nýverið í stjórn Birtu lífeyrissjóðs og á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í dag lét hann af störfum stjórnarformanns og gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Af því tilefni birtist viðtal við Þorbjörn á vef Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem hann fer yfir sviðið og spáir í spilin um framtíðarskipan lífeyrismála í landinu.