Málþing iðnfélaganna 7. september – Eru róbótar að taka yfir störfin eða skapa þeir tækifæri?

Í tengslum við Lýsu – rokkhátíð samtalsins standa iðnfélögin fyrir opinni málstofu um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf iðnaðarmannsins.  Frummælendur munu velta upp spurningum eins og hvort róbótar séu að taka yfir störfin eða hvort þeir munu breyta þeim og gera áhugaverðari?  Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með fulltrúum atvinnulífsins, verkmenntaskólum og endurmenntunarstofnunum þar sem staða mála er metin og rýnt í framtíðina.

Málstofan verður haldin föstudaginn 7. september kl. 10:45 í Hofi á Akureyri.