Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson átti í dag fundi með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara og afhenti þeim tilkynningu þar sem ríkissáttasemjara er falin verkstjórn í yfirstandandi kjaradeilu við SA. Iðnfélögin ákváðu að loknum árangurslausum samningafundi í gær, að vísa deilunni til sáttasemjara í þeirri von að meiri festa og skriður komist á viðræðurnar með það að markmiði að nýr kjarasamningur taki við innan tíðar.