Síðustu daga hefur verið unnið að því að ljúka kjarasamningum og er nú svo komið að það ræðst á næstu sólarhringum hvort samningar takast eða ekki. Iðnfélögin hafa lagt á það áherslu að fyrir 29. apríl liggi fyrir hvort samningar takist, að öðrum kosti verði aðgerðarplanið sett í gang og farið í atkvæðagreiðslu um aðgerðir.
Helgin verður undir og hver mínúta nýtt til að ljúka samningum en á þessari stundu liggur ekkert fyrir um hvort það takist.