Reynt til þrautar

Staðan í kjaraviðræðum er á afar viðkvæmu stigi í dag, samninganefnd samflots iðnaðarmanna hefur setið á fundum með Samtökum atvinnulífsins síðustu daga. Eðli máls samkvæmt er ekki hægt að upplýsa um efnisatriði en viðræður hafa þokast áfram í rétta átt og er verið að vinna með ýmsa texta eins og staðan er núna. Samningsaðilar eru að reyna til þrautar að ná samningum sem samninganefndir geta talið verið ásættanlega fyrir iðnaðarmenn.