Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson setti níunda þing Samiðnar í dag en þingið sitja um 100 fulltrúar félaga iðnaðarmanna af landinu öllu. Auk áherslna á fjórðu iðnbyltinguna og loftslagsmál, verða nýgerðir kjarasamningar á dagskrá þingsins en í ræðu formanns kom fram að um tímamótasamning væri að ræða hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og hækkun dagvinnulauna.
>> Sjá nánar.