Golfmót iðnfélaganna á Leirunni 8. júní

Golfmót iðnfélaganna fer fram þann 8. júní 2019 á Hólmsvelli í Leiru (Leirunni)

Ræst verður út kl. 9.00. Skráning fer fram með rafrænum hætti og hægt er að nálgast skráningarform hér að neðan og á heimasíðum GRAFÍU, MATVÍS, Rafiðnaðarsambands Íslands, FIT, Byggiðn, VM, FHS, og SAMIÐN.

Mótsgjald er 4.500 kr.
Innifalið er spil á vellinum og matur að loknu spili.

VEGLEG VERÐLAUN VERÐA Í BOÐI!

Veitt verða verðlaun fyrir:
Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið úr skorkortum

Það eiga því allir möguleika en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun fyrir áhugamenn.

Rafræn skráning hér.