Úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins

Samiðn fagnar þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaldsins, m.a. hlutabótaleiðinni sem ætlað er að tryggja ráðningarsamband við launþega.  Að sama skapi telur Samiðn það forkastanlegt að fyrirtæki séu að nýta sér umrædda leið ef þau þurfa ekki á henni að halda.  Fyrirtæki sem greiða út arðgreiðslu og kaupa upp eigin bréf og nýta sér um leið umrædd úrræði stjórnvalda eru ekki góð fyrirmynd. Hafa ber í huga að þeim fjármunum sem varið er um þessar mundir vegna kórónuveirufaraldursins eru fjármunir almennings. Mikilvægt er á tímum sem þessum að allt samfélagið standi saman í þeim ólgusjó sem nú er að ganga yfir landið. Samiðn hvetur til ábyrgra ákvarðana fyrirtækja með hagsmuni Íslands að leiðarljósi og fagnar því að stjórnvöld ætli að setja strangari leikreglur vegna nýtingar úrræða sem eru á kostnað samfélagsins.