Góð verkefnastaða en óvissa framundan

Verkefnastaða iðnaðarmanna hefur verið góð í sumar en eins og hjá öðrum er óvissan inn í veturinn nokkur. Verkefnið “Allir vinna” hefur haft þar mikil áhrif þar sem það felur í sér fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við margvíslegar framkvæmdir, svo sem byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir.  Samiðn mun óska eftir að því verkefni verði framhaldið en það á að öllu óbreyttu að líða undir lok í árslok 2020. Samiðn leggur áherslu á að umrætt verkefni er einnig mikilvægt út frá neytendasjónarmiðum enda tryggir það enn frekar að leitað sé til fagmanna sem er mikið kappsmál allra.