skyggir á reglugerð um breytingar á vinnustaðarnámi
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um vinnustaðarnám sem felur í sér veigamiklar breytingar á núverandi tilhögun námsins. Ein helsta breytingin er svokallaður skólasamningur sem kemur í stað iðnmeistarasamnings í ákveðnum tilfellum. Samiðn fagnar því að reglulega sé verið að endurskoða og meta vinnustaðanám hér á landi með betrumbætur í huga, en gerir þó athugasemdir efni reglugerðarinnar, sbr. sameiginleg umsögn iðnaðarsamfélagsins sem birtist hér í viðhengi. Ekkert tillit var tekið til þessarar umsagnar sem send var ráðuneytinu þegar reglugerðin lá fyrir í heild sinni. Iðnaðarsamfélagið kom ekkert að gerð umræddrar reglugerðar og í raun var algjört samráðsleysi hjá ráðuneytinu gagnvart iðnaðarsamfélaginu til staðar. Eru þau vinnubrögð ekki til eftirbreytni.