Ekkert lát er á endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna framkvæmda.
Óhætt er að segja að átakið „Allir vinna“ – sem felur í sér tímbundna hækkun á virðisaukaskatti úr 60% í 100%, hefur slegið í gegn.
Ef horft er til fyrstu fjögurra mánaða ársins 2021 þá hefur endugreiðsla vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði verið samtals 546 m.kr., vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði samtals 125 m.kr. og endurgreiðsla til byggingaraðila nam 719 m.kr. Þá voru um 56 m.kr. endurgreiddar vegna bifreiðaviðgerða. Alls nema endurgreiðslur á virðisaukaskatti því tæplega 1,5 ma.kr. það sem af er ársins 2021.
Að sama skapi hefur orðið mikil sprenging í fjölda endurgreiðslabeiðna en þær nema nú tæplega 19.500 á meðan þær voru 45.000 allt árið 2020.
Þetta sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að halda áfram með þetta mikilvæga átak að endurgreiða að öllu leyti virðisaukaskatt vegna ýmiss konar framkvæmda, sem að öllu leyti lækkar í 60% endurgreiðslu frá og með næstu áramótum. Samiðn hvetur stjórnvöld til að halda áfram með átakið „Allir vinna“ um ókomna framtíð.