Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp sem sneri að inntökuskilyrðum í háskóla. Eitt helsta markmið frumvarpsins var að jafna stöðu nemenda sem hafa lokið list-, tækni- og starfsnámi af 3. hæfniþrepi og þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi til inngöngu í háskóla. Þessi breyting felur í sér aukið jafnræði til náms óháð mismunandi námsleiðum nemendum og þeim lokaprófum frá framhaldsskólum sem nemendu hafa. Um er að ræða mikið framfaraskref og fagnar Samiðn þeim breytingum sem samþykktar voru á Alþingi.