Aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 12. desember síðastliðinn. Kosningum lauk í dag, 21. desember.
Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur kjarasamninga aðildarfélaga Samiðnar og þá sérkjarasamninga sem teljast hluti þeirra:
- Aðalkjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Samtaka atvinnulífsins
- Kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í byggingariðnaði og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins.
- Kjarsamning Samiðnar og Félags pípulagningameistara
- Kjarasamning Samiðnar og Bílgreinasambandsins
- Kjarasamning Byggiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga í byggingariðnaði
- Kjarasamning SA og Félags- iðn og tæknigreina vegna snyrtifræðinga
- Kjarasamning SA og Félags iðn- og tæknigreina vegna hársnyrtisveina