Skrifað undir vegna Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn – samband iðnfélaga hefur í dag, mánudaginn 20. mars, undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Gildistími kjarasamningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Samningurinn er á sambærilegum nótum og kjarasamningar sem undirritaður voru fyrir árámót við Samtök atvinnulífsins.

Félagsmönnum verður kynntur samningurinn á næstu dögum.