Samninganefnd Samiðnar undirritaði í dag kjarasamning fyrir hönd félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Undirritunin fór fram í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Samningurinn gildir út mars 2024 og kveður á um sambærilegar kjarabætur og aðrir hópar hafa samið um að undanförnu.
Samningurinn fer í atkvæðagreiðslu og verður kynntur í næstu viku.