Kynning á kjarasamningi við Reykjavíkurborg

Samiðn undirritaði í síðustu viku kjarasamning fyrir hönd félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Samningurinn kveður á um sambærilegar kjarabætur og aðrir hópar hafa samið um að undanförnu.

Kynning á samningnum fer fram fimmtudaginn 27. apríl klukkan 08:30 að Stórhöfða 29-31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.