Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við Samband íslenskra sveitarfélaga hefst á morgun, miðvikudaginn 3. maí kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 miðvikudaginn 10. maí nk.
Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar.
Minnt er á að kynning vegna samningsins verður haldin kl. 9:00 fimmtudaginn 4. maí að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. Einnig verður hægt að nálgast kynninguna með rafrænum hætti.