Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi ríkisins (SNR) hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 4. maí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 16. maí.
Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu:
Kosning vegna kjarasamnings við ríki (SNR) | Já | Nei | Tóku ekki afstöðu | Kjörsókn |
Samiðn- samband iðnfélaga | 78,6% | 17,9% | 3,6% | 54,9% |