Framsóknarflokkurinn hefur sýnt afstöðu sína í verki, með grundvallarbreytingum á iðnmenntakerfinu. Þær hafa gjörbreytt viðhorfum og aðsókn í iðnnám, raunar svo verulega að hægt er að tala um sprengingu í mörgum greinum. Framsóknarflokkurinn telur löggildingu mjög mikilvæga, enda er hún besta leiðin til að tryggja gæði náms og þjónustu, og verja réttindi iðnmenntaðra.
Með áframhaldandi stuðningi við iðnmenntun og fjárveitingum til verkmenntaskólanna. Nýbygging Tækniskólans mun breyta miklu, sem og önnur verkefni sem þegar eru í farvatninu. Þar má nefna nýtt verknámshús við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, auk þess stækkun Borgarholtsskóla er til skoðunar. Hér skal líka tekið fram, að fjárveitingar fylgja nemendum og eftir því sem fleiri sækjast eftir iðnnámi má búast við minni aðsókn í hefðbundið bóknám. Slíkt myndi breyta flæði fjármagns inn í framhaldsskólakerfið og færast í auknum mæli til verkmenntaskólanna.
Já
Atvinnustig iðnmenntaðra er sem betur fer almennt gott. Framsóknarflokkurinn berst fyrir kröftugu atvinnulífi samhliða öflugri innviðauppbyggingu, en slíkt kallar mjög á þjónustu iðnmenntaðra. Framkvæmdir á borð við nýjan Tækniskóla, uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir inni- og útiíþróttir, breyting Tollhússins í listaháskóla eru dæmi um slíkt, auk þess sem blómstrandi atvinnulíf styrkir mjög atvinnutækifæri iðnmenntaðra.
Já