Það er mikilvægt að fólk geti fullvissað sig um að það sé að fá faglega þjónustu. Því fylgir bæði ábyrgð og gæði. Píratar vilja gæði og ábyrgð.
Stefna Pírata hefur verið að nemendur hafi jafnan aðgang að bóknámi, verknámi og listnámi. Það þýðir að menntakerfið hafi svigrúm til þess að taka á móti nemendum sem vilja komast í nám. Í menntastefnu sinni leggja Píratar jafnframt mikið upp úr aukinni símenntun samhliða fyrirsjáanlegum tæknibreytingum, enda er áætlað að menntakerfi 21. aldarinnar muni hvíla á smærri og fjölbreyttari gráðum – eins og sjá má í skýrslu framtíðarnefndar Alþingis sem laut formennsku Pírata.
Í einhverri útgáfu þess, já. Það þarf meiri upplýsingar um stöðu mála til þess að segja hvort það yrði óbreytt eða ekki.
Almennt séð hafa iðnmenntuð verið mjög dugleg í að tryggja eigið atvinnustig, en iðnmenntaðir eru auðvitað mjög fjölbreyttur hópur. Píratar vilja efla nýsköpun á öllum sviðum, sem gefur iðnmenntuðum tækifæri til þess að sækja ný tækifæri ef þörf er á.
Lífeyriskerfið snýst að miklu leyti um að eiga skuldlaust þak yfir höfuðið á efri árum. Að setja séreignarsparnað inn á lán til þess að ná markmiðum um skuldlaust húsnæði er því hjálpleg aðgerð í því tilliti. Áhrif þeirrar aðgerðar er einnig að fullu kominn inn á húsnæðismarkaðinn nú þegar og hefur því ekki neikvæð áhrif þar. Mikilvægasta aðgerðin í húsnæðismálum verður hins vegar að eyða þeim skorti sem er á íbúðum sem fyrst.