Góðar og gildar ástæður eru fyrir löggildingu mjög margra iðngreina. Alþjóðlegur samanburður bendir til að lögverndunin sé umfangsmeiri hér á landi en víða annars staðar og því er sjálfsagt að leggja faglegt og vandað mat á umfang hennar, með fullu tilliti til eðlilegra krafna um öryggi og gæði, en löggjöfin um þetta hefur ekki verið endurskoðuð í áratugi.
Aukin aðsókn í iðnnám er mikið fagnaðarefni, en hún er meðal annars afleiðing af öflugu samstilltu kynningarstarfi og ýmsum laga- og reglugerðarbreytingum sem marka tímamót í iðnnámi. Nýleg reglugerðarbreyting um vinnustaðanám er gott dæmi um hvernig hægt er að auðvelda iðnnemum aðgang að námi og þannig í reynd auka námsframboðið. Halda þarf áfram að leita slíkra lausna ásamt því að efla þá mörgu aðila sem sinna iðnmenntun.
Stjórnvöld ákváðu sl. haust að framlengja úrræðið um eitt ár, til næstu áramóta, og var sú ákvörðun hluti af viðspyrnuaðgerðum vegna afleiðinga heimsfaraldursins. Ekki er útilokað að ástæða þyki til að framlengja það enn frekar.
Það er best gert með ábyrgri efnahagsstjórn sem styður við hagvöxt og kaupmáttaraukningu og örvar þannig framkvæmdir og fjárfestingar, stórar jafnt sem smáar. Lækkun skatta og einföldun regluverks eru dæmi um áherslur Sjálfstæðisflokksins sem skapa skilyrði til vaxtar og fjölga þannig atvinnutækifærum.
Í sumar var heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána framlengd fram á mitt ár 2023, með frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.
Úrræðið hefur gefist vel og reynst mikil kjarabót fyrir meira en 60 þúsund manns sem hafa greitt séreign skattfrjálst inn á lán sín, en alls hafa um 160 milljarðar króna verið greiddir inn á lán einstaklinga með stuðningi stjórnvalda.