Hreyfingin telur að löggilding iðngreina sé meðal þeirra atriða sem skipta máli til að hvetja fólk til að
sækja sér iðnmenntun en jafnframt líka til að tryggja gæði þjónustunnar gagnvart neytendum.
VG telur að tryggja þurfi jöfn tækifæri til fjölbreyttrar menntunnar óháð búsetu og að þar þurfi sérstaklega að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. Greina þarf möguleika á fleiri heimavistarrýmum í tengslum iðnnámsskóla og nýta möguleika til fjarnáms til hins ýtrasta. Fjölga þarf möguleikum á menntun og þróun í starfi til þess að launafólk hafi aukin tækifæri og betri kjör. Endurskoða þarf löggjöf um framhaldsfræðslu þannig að hún taki mið að áskorunum samtímans, ekki síst tæknibreytingum og grænni umbreytingu. Tryggja þarf að komandi breytingar í atvinnuháttum vegna tækniþróunar verði til hagsbóta fyrir almenning og verði ekki til þess að skerða kjör launafólks. Endurskoða þurfi fyrirkomulag iðnnáms með það að markmiði að fjölga útskrifuðum iðnnemum og taka þannig markviss skref í átt að aukinni samvinnu framhaldsskóla, vinnustaða, stéttarfélaga og annarra sem koma að skipulagi og framkvæmd starfsnáms.
VG telur mikilvægt að halda atvinnustigi háu á Íslandi og því innleiddi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur úrræðið „Allir vinna“ í kjölfar kórónukreppunnar líkt og þegar hreyfingin var í ríkisstjórn á árunum 2009 til 2013. Það verður að meta hvort að aðstæður í hagkerfinu kalli á slíka örvunaraðgerð hins opinbera til lengri tíma en til loka ársins með það að leiðarljósi að viðhalda háu atvinnustigi. Slíkt ræðst af þróun kórónuveirufaraldursins og hversu hratt hagkerfið tekur við sér. Að öðru leyti eru VG tilbúin að skoða ólíkar leiðir til að halda atvinnustigi háu í samfélaginu. Í sambandi við iðnmenntaða má nefna sem dæmi að VG vilja skapa ný og fjölbreytt græn störf og halda áfram opinberum framkvæmdum, t.d. við byggingu Listaháskóla í Tollhúsinu, nýs Landspítala, endurhæfingardeild Landspítala við Grensás, legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri, uppbyggingu Björgunarmiðstöðvar, samgöngumannvirkja, gestastofa og annarra innviða á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum um land allt. Einnig er eitt af forgangsmálum hreyfingarinnar að byggja upp græna tengingu milli höfuðborgarsvæðis og Keflavíkurflugvallar verði eitt af forgangsmálunum og flýta uppbyggingu Borgarlínu.
VG telur mikilvægt að halda atvinnustigi háu á Íslandi og því innleiddi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur úrræðið „Allir vinna“ í kjölfar kórónukreppunnar líkt og þegar hreyfingin var í ríkisstjórn á árunum 2009 til 2013. Það verður að meta hvort að aðstæður í hagkerfinu kalli á slíka örvunaraðgerð hins opinbera til lengri tíma en til loka ársins með það að leiðarljósi að viðhalda háu atvinnustigi. Slíkt ræðst af þróun kórónuveirufaraldursins og hversu hratt hagkerfið tekur við sér. Að öðru leyti eru VG tilbúin að skoða ólíkar leiðir til að halda atvinnustigi háu í samfélaginu. Í sambandi við iðnmenntaða má nefna sem dæmi að VG vilja skapa ný og fjölbreytt græn störf og halda áfram opinberum framkvæmdum, t.d. við byggingu Listaháskóla í Tollhúsinu, nýs Landspítala, endurhæfingardeild Landspítala við Grensás, legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri, uppbyggingu Björgunarmiðstöðvar, samgöngumannvirkja, gestastofa og annarra innviða á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum um land allt. Einnig er eitt af forgangsmálum hreyfingarinnar að byggja upp græna tengingu milli höfuðborgarsvæðis og Keflavíkurflugvallar verði eitt af forgangsmálunum og flýta uppbyggingu Borgarlínu.
Mikilvægt er að tryggja öruggt og gott húsnæði. Til að tryggja megi öllum aðgang að öruggu og heilsusamlegu húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þarf skýra stefnumótun hins opinbera, öflugt eftirlit, og fjölgun úrræða með markvissum fjárhagslegum stuðningi hins opinbera. Á síðastliðnum árum hafa stjórnvöld innleitt ýmsar aðgerðir í húsnæðismálum. Má nefna til dæmis hlutdeildarlán og almennar íbúðir. Þessi þróun þarf að halda áfram með félagslegar og sveigjanlegar lausnir að leiðarljósi og ávallt með þarfir almennings í huga. Ráðstöfum séreignasparnaður inn á húsnæðislán er ein slík aðgerð, en hún gagnast fyrst og fremst þeim sem hafa hærri tekjur og þurfa almennt síður á húsnæðisstuðningi að halda. Því verður að telja eðlilegt að skoða hvernig fyrirkomulagið hefur gefist síðastliðin ár og hvort tilefni sé til að breyta fyrirkomulaginu þannig að hægt sé að beina stuðningi til lágtekju- og millitekjufólks í auknum mæli.