Vel heppnað afmælisgolfmót

Kristján Björgvinsson og Vilhjálmur Steinar Einarsson báru sigur úr býtum á afmælisgolfmóti Samiðnar sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn. Keppt var hvoru tveggja í höggleik með og án forgjafar. Sigurvegarar í höggleik án forgjafar Kristján Björgvinsson Árni Freyr Sigurjónsson Hans Óskar Isebarn Sigurvegarar í höggleik með forgjöf Vilhjálmur Steinar Einarsson Ágúst Þór Gestsson Ríkharður Kristinsson …

AFMÆLISGOLFMÓT SAMIÐNAR

Í tilefni af 30 ára afmæli Samiðnar verður afmælisgolfmót haldið 20. ágúst nk. í Leirunni (sjá auglýsingu). Skráning fer fram í golfboxinu: tengill á skráningu Þeir sem ekki hafa aðgang að golfboxinu geta skráð sig á netfangið: gs@gs.is

Sumarlokun skrifstofu Samiðnar

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð frá 24. júlí – 7. ágúst 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst. fsÍ neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á postur@dev.samidn.is sé um kjaramál að ræða.

Ályktanir frá sambandsstjórn Samiðnar

Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2023 eftirfarandi ályktanir: Ályktun um efnahags- og kjaramál Sambandsstjórn Samiðnar hvetur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld til að koma böndum á verðbólguna með öllum tiltækum ráðum með raunhæfum aðgerðum. Stöðugleiki, ásamt því að verja aukinn kaupmátt síðustu ára, er sameiginlegt markmið og á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Aðgerðir Seðlabanka Íslands í …

Kjarasamningur við ríkið (SNR) samþykktur

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi ríkisins (SNR) hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 4. maí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 16. maí. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið. Niðurstöður atkvæðagreiðslu: Kosning vegna kjarasamnings við ríki (SNR) Já Nei Tóku ekki afstöðu Kjörsókn Samiðn- samband iðnfélaga 78,6% 17,9% 3,6% 54,9%

Kjarasamningur við Strætó bs. samþykktur

Kjarasamningur Samiðnar við Strætó bs. var samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag 11. maí. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið.

Kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 25. apríl sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 10. maí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu: Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga Já Nei Kjörsókn Félag iðn- og tæknigreina 81,8% 18,2% 35,5% Byggiðn- Félag byggingamanna 100,0% 0,0% 33,3%

Samiðn 30 ára í dag

Þrjátíu ár eru í dag, þann 8. maí, liðin frá því Samiðn – samband iðnfélaga var stofnað. Samiðn er landssamband fagfólks í iðnaði. Innan vébanda þess eru byggingarmenn, málmiðnaðarmenn, bíliðnaðarmenn, netagerðamenn, garðyrkjumenn og hárgreiðslufólk. Samiðn var stofnað árið 1993 og í sambandinu eru 12 félög og deildir og félagsmenn um 8.000. Guðfinnur Þór Newman framkvæmdastjóri, Hilmar Þ. Harðarson formaður og aðrir sem …

Kjarasamningur við ríkið undirritaður

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamning við samninganefnd ríkisins (SNR) í dag. Um er að ræða skammtímasamning með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku og kynning verður haldin miðvikudaginn 10. maí nk. kl. 9:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. …